Ástríða og áhugi

Hugmyndina að því að opna VON má helst rekja til brennandi áhuga og ástríðu þeirra Einars Hjaltasonar og Kristjönu Þuru Bergþórsdóttur á matargerð og rekstri veitingarhúsa, en staðsetningin, og eftirspurnin eftir fjölbreyttri og „local“ matarmenningu, spiluðu einnig stóra rullu þegar ákveðið var láta þennan draum rætast og hefja framkvæmdir. VON mathús leggur upp með árstíðarbundna íslenska matargerð og hráefnanotkun hverju sinni.

Margrómaður matreiðslumaður

mikil reynsla í eldhúsinu

Einar Hjaltason er margrómaður matreiðslumaður sem býr yfir mikilli reynslu úr eldhúsinu. Hann lærði og útskrifaðist á Grillinu, hótel Sögu og tók síðan þátt í opnun Sjávargrillsins, en þar var hann vaktstjóri. Árið 2012 tók hann á brott til London þar sem hann kom að opnun á nýjum „fine dining“ veitingarstað að nafni Dabbous, en staðurinn hlaut Michelin stjörnu aðeins átta mánuðum eftir opnun. Þegar heim var komið tók hann að sér að vera yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum KOL, á Skólavörðustíg þar sem hann hætti nýverið störfum til þess að einbeita sér að opnun veitingahússins VON.  Kristjana Þura, annar rekstraraðilinn, er fædd og uppalin í Hafnarfirði og hefur einning mikla reynslu af veitingarstörfum, en undanfarin tíu ár hefur hún sótt störf í veitinga-og hótelgeiranum.

Heimilislegt og persónulegt andrúmsloft

við hafnarsvæðið í Hafnarfirðinum

Þegar hjúin vissu að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman árið 2013 má segja að Hafnarfjörðurinn hafi kallað eftir fjölskyldunni, en stuttu áður en dóttir þeirra kom í heiminn snemma árið 2014 voru þau búin að koma sér fyrir í hjarta Hafnarfjarðar.

Fjölskyldunni langar mikið til að auka við matarmenningu og veitingaflóru í bænum og fannst því VON vera mjög viðeigandi fyrir þá stemmingu sem ríkir yfir hafnarsvæðinu. Því verður lagt mikið upp með sjávarafurðir í matargerðinni og einungis verður notast við það ferskasta hverju sinni.

Hugmyndin er að inni á VON ríki heimilislegt og persónulegt andrúmsloft og að fagleg þjónusta verði samofin andrúmsloftinu með þeirri niðurstöðu að öllum líði vel inni á staðnum.

logo-trans-white